Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 08:02 Julie Blakstad (Noregur), Lauren Hemp (England) Clàudia Pina (Spánn) og Damaris Egurrola (Holland) eru meðal þeirra sem vert er að fylgjast með á EM í Englandi. Getty Images/EPA Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands. Lauren Hemp, England (Manchester City) Lauren Hemp í landsleik gegn Norður-Makedóníu.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Hin stórskemmtilega Hemp er aðeins tvítug en hefur heldur betur látið til sín taka á undanförnum árum. Hefur verið valin alls fjórum sinnum besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Er mjög auðmjúk miðað við gæði og verður án efa í umræðunni um bestu leikmenn heims á komandi árum. Julie Blakstad, Noregur (Manchester City) Hin 19 ára Blakstad er ekki aðeins undrabarn innan vallar en hún er fluggáfuð og endaði með hæstu einkunn í alls 19 fögum í menntaskóla. Blakstad neitaði Chelsea árið 2020 því hún vildi klára Bachelor-gráðuna sína í Noregi. Manchester City keypti hinn unga miðjumann af Rosenborg fyrr á þessu ári og er hún í dag dýrasta knattspyrnukona Noregs frá upphafi. Kathrine Møller Kühl, Danmörk (Nordsjælland) Gæðin leyna sér ekki hjá Kathrine Møller Kühl.Ulrik Pedersen/Getty Images Gengur undir gælunafninu Ke og er talin vera með efnilegri leikmönnum heims. Þessi 18 ára miðjumaður býr yfir gríðarlegum gæðum, er með frábæra tækni og sér leikinn betur en flestar og flestir aðrir. Blaðamaður getur staðfest það eftir að hafa séð hana með berum augum í 2-1 sigri Danmerkur á Brasilíu er liðin mættust í vináttulandsleik á Parken á dögunum. Risu áhorfendur á fætur er Ke kom inn á og Danir eru augljóslega mjög spenntir fyrir þessum stórefnilega leikmanni. Stefnir á að spila fyrir eitthvað af stærstu liðum í heimi og ætti það að ganga eftir fyrr heldur en síðar. Jule Brand, Þýskaland (Wolfsburg) Jule Brand, leikmaður Þýskalands.Martin Rose/Getty Images Hin 19 ára gamla Brand hefur ætlað sér að spila fyrir þýska landsliðið frá unga landi og getur nú mögulega látið ljós sitt skína á einu af stærstu sviðunum. Hefur spilað með Hoffenheim undanfarin ár en gengur til liðs við Wolfsburg fyrir næsta tímabil. Er lappalangur vængmaður sem vekur athygli hvert sem hún fer. Ætti að gera stórkostlegt lið Wolfsburg enn betra. Clàudia Pina, Spánn (Barcelona) Claudia Pina fagnar marki sem hún skoraði fyrir U-17 ára landslið Spánar í úrslitaleik HM.EPA-EFE/FEDERICO ANFITTI Hin tvítuga Pina hóf ferilinn í futsal en Espanyol var fljótt að sjá þessa hæfileika og snaraði henni yfir í hefðbundinn fótbolta. Það tók svo stórlið Barcelona ekki langan tíma að stela henni af nágrönnum sínum. Er markaskorari af guðsnáð og var hluti af spænska U-17 ára landsliðinu sem varð heimsmeistari 2018. Er talið að hún geti unnið Gullknöttinn áður en langt um líður. Damaris Egurrola, Holland (Lyon) Damaris Egurrola í leik með U-20 ára liði Spánar en hún ákvað á endanum að spila fyrir A-landslið Hollands.EPA-EFE/IAN LANGSDON Hin 22 ára gamla Egurrola er fædd í Flórída, alin upp í Baskalandi en á hollenska móður. Hún gat því valið á milli þess að spila fyrir Bandaríkin, Spán eða Holland. Það leit lengi vel út fyrir að hún myndi velja Spán en á endanum ákvað hún að spila fyrir Holland þrátt fyrir að spila með yngri landsliðum Spánverja. Valdi hún Holland í mars á þessu ári og hefur spilað þrjá leiki, og skorað tvö mörk, fyrir liðið til þessa. Gekk í raðir Lyon 2021 þegar liðið keypti hana af Everton, eitthvað sem hvorki Egurrola eða Lyon sér eftir í dag. Kika Nazareth, Portúgal (Benfica) Kika Nazareth á framtíðina fyrir sér.João Rico/Getty Images Ein af efnilegustu leikmönnum Portúgals fyrr og síðar. Er fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem skrifar undir hjá ofurumboðsmanninum Jorge Mendes. Líkt og Pina hóf hún feril sinn í futsal – þar sem hún spilaði aðallega með strákum – áður en hún færði sig yfir í hefðbundnari fótbolta. Mjög fjölhæfur framherji sem getur spilað allar þrjár fremstu stöðurnar og skorað mörk í öllum regnbogans litum. Hanna Bennison, Svíþjóð (Everton) Hanna Bennison í leik með Svíþjóð.EPA-EFE/GRZEGORZ MICHALOWSKI Ólst upp rétt fyrir utan Malmö og er yngsti leikmaður sænska hópsins en Bennison er aðeins 19 ára gömul. Var valin besti ungi leikmaður í heimi af vefsíðunni Goal á síðasta ári. Fékk leyfi til að yfirgefa æfingabúðir sænska landsliðsins á síðasta ári þar sem hún var að útskrifast úr menntaskóla. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Lauren Hemp, England (Manchester City) Lauren Hemp í landsleik gegn Norður-Makedóníu.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Hin stórskemmtilega Hemp er aðeins tvítug en hefur heldur betur látið til sín taka á undanförnum árum. Hefur verið valin alls fjórum sinnum besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Er mjög auðmjúk miðað við gæði og verður án efa í umræðunni um bestu leikmenn heims á komandi árum. Julie Blakstad, Noregur (Manchester City) Hin 19 ára Blakstad er ekki aðeins undrabarn innan vallar en hún er fluggáfuð og endaði með hæstu einkunn í alls 19 fögum í menntaskóla. Blakstad neitaði Chelsea árið 2020 því hún vildi klára Bachelor-gráðuna sína í Noregi. Manchester City keypti hinn unga miðjumann af Rosenborg fyrr á þessu ári og er hún í dag dýrasta knattspyrnukona Noregs frá upphafi. Kathrine Møller Kühl, Danmörk (Nordsjælland) Gæðin leyna sér ekki hjá Kathrine Møller Kühl.Ulrik Pedersen/Getty Images Gengur undir gælunafninu Ke og er talin vera með efnilegri leikmönnum heims. Þessi 18 ára miðjumaður býr yfir gríðarlegum gæðum, er með frábæra tækni og sér leikinn betur en flestar og flestir aðrir. Blaðamaður getur staðfest það eftir að hafa séð hana með berum augum í 2-1 sigri Danmerkur á Brasilíu er liðin mættust í vináttulandsleik á Parken á dögunum. Risu áhorfendur á fætur er Ke kom inn á og Danir eru augljóslega mjög spenntir fyrir þessum stórefnilega leikmanni. Stefnir á að spila fyrir eitthvað af stærstu liðum í heimi og ætti það að ganga eftir fyrr heldur en síðar. Jule Brand, Þýskaland (Wolfsburg) Jule Brand, leikmaður Þýskalands.Martin Rose/Getty Images Hin 19 ára gamla Brand hefur ætlað sér að spila fyrir þýska landsliðið frá unga landi og getur nú mögulega látið ljós sitt skína á einu af stærstu sviðunum. Hefur spilað með Hoffenheim undanfarin ár en gengur til liðs við Wolfsburg fyrir næsta tímabil. Er lappalangur vængmaður sem vekur athygli hvert sem hún fer. Ætti að gera stórkostlegt lið Wolfsburg enn betra. Clàudia Pina, Spánn (Barcelona) Claudia Pina fagnar marki sem hún skoraði fyrir U-17 ára landslið Spánar í úrslitaleik HM.EPA-EFE/FEDERICO ANFITTI Hin tvítuga Pina hóf ferilinn í futsal en Espanyol var fljótt að sjá þessa hæfileika og snaraði henni yfir í hefðbundinn fótbolta. Það tók svo stórlið Barcelona ekki langan tíma að stela henni af nágrönnum sínum. Er markaskorari af guðsnáð og var hluti af spænska U-17 ára landsliðinu sem varð heimsmeistari 2018. Er talið að hún geti unnið Gullknöttinn áður en langt um líður. Damaris Egurrola, Holland (Lyon) Damaris Egurrola í leik með U-20 ára liði Spánar en hún ákvað á endanum að spila fyrir A-landslið Hollands.EPA-EFE/IAN LANGSDON Hin 22 ára gamla Egurrola er fædd í Flórída, alin upp í Baskalandi en á hollenska móður. Hún gat því valið á milli þess að spila fyrir Bandaríkin, Spán eða Holland. Það leit lengi vel út fyrir að hún myndi velja Spán en á endanum ákvað hún að spila fyrir Holland þrátt fyrir að spila með yngri landsliðum Spánverja. Valdi hún Holland í mars á þessu ári og hefur spilað þrjá leiki, og skorað tvö mörk, fyrir liðið til þessa. Gekk í raðir Lyon 2021 þegar liðið keypti hana af Everton, eitthvað sem hvorki Egurrola eða Lyon sér eftir í dag. Kika Nazareth, Portúgal (Benfica) Kika Nazareth á framtíðina fyrir sér.João Rico/Getty Images Ein af efnilegustu leikmönnum Portúgals fyrr og síðar. Er fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem skrifar undir hjá ofurumboðsmanninum Jorge Mendes. Líkt og Pina hóf hún feril sinn í futsal – þar sem hún spilaði aðallega með strákum – áður en hún færði sig yfir í hefðbundnari fótbolta. Mjög fjölhæfur framherji sem getur spilað allar þrjár fremstu stöðurnar og skorað mörk í öllum regnbogans litum. Hanna Bennison, Svíþjóð (Everton) Hanna Bennison í leik með Svíþjóð.EPA-EFE/GRZEGORZ MICHALOWSKI Ólst upp rétt fyrir utan Malmö og er yngsti leikmaður sænska hópsins en Bennison er aðeins 19 ára gömul. Var valin besti ungi leikmaður í heimi af vefsíðunni Goal á síðasta ári. Fékk leyfi til að yfirgefa æfingabúðir sænska landsliðsins á síðasta ári þar sem hún var að útskrifast úr menntaskóla.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira