Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 22:33 Mynd úr Royal Arena eftir að tilkynnt var um að tónleikunum hafi verið aflýst. aðsend Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira