Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari Heiðar Sumarliðason skrifar 5. júlí 2022 14:30 Idris í öruggum höndum Balta. Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út. Thor: Love and Thunder. 6. júlí. Portman og Hemsworth uppdressuð. Thor: Love and War er 29. myndin úr Marvel-heiminum og er beint framhald Thor: Ragnarok frá árinu 2017 (þó svo að atburðir Avenger Endgame, sem kom út í millitíðinni, séu einnig teknir inn). Taika Waititi leikstýrir og er annar höfunda handritsins ásamt Jennifer Kaytin Robinson. Að vanda er það Chris Hemsworth sem leikur þrumuguðinn Þór, aðrir leikarar eru ekki af verri endanum en meðal þeirra eru Christian Bale, Russel Crowe og Natalie Portman. Í þessu nýjasta framlagi Marvel reynir Þór að taka því rólega og finna innri frið en þau plön eru trufluð af Gorr the God Butcher (sem er hér að koma fram í fyrsta sinn í kvikmynd) en hann ætlar að tortíma öllum guðum. Paws of Fury: The Legend of Hank. 15. júlí. Allt fer í hund og kött. Hundurinn Hank: Í klóm kattarins, eins og hún heitir á íslensku, er ný teiknimynd frá Paramount Pictures í leikstjórn Rob Minkoff og Mark Koetsier. Hún fjallar um hundinn Hank sem fer í ferðalag til að láta draum sinn um að verða samúræi rætast. Myndin byggir að hluta til á Mel Brooks-myndinni Blazing Saddles, frá árinu 1974 og átti fyrst að heita Blazing Samurai. Það var Yair Landau, fyrrum yfirmaður Sony Animation, sem átti upprunalegu hugmyndina fyrir 12 árum síðan. Hún fjallaði þá um samúræa af afrískum uppruna sem verndaði þorp í austurhluta Asíu, síðar var persónunum breytt í hunda og ketti. Meðal raddleikara í bandarísku útgáfunni eru Michael Cera, Ricky Gervais og Samuel L. Jackson, sem einmitt kynnir stikluna hér að neðan. The Gray Man. 22. júlí. Tilvonandi Ken með puttann á gikknum. The Gray Man kemur ekki í kvikmyndahús á Íslandi heldur verður frumsýnd á Netflix. Hún fær þó að fljóta með þar sem hér á ferðinni Netflix stórmynd á við Don´t Look Up og The Irishman. Engu er til sparað og segir Imdb.com að myndin hafi kostað 200 milljón dollara í framleiðslu, sem virðist mest allt hafa farið í að sprengja hluti, a.m.k. miðað við stikluna. Bræðurnir Anthony og Joe Russo leikstýra, en þeir hafa undanfarin ár gert hverja Marvel myndina á fætur annarri. The Gray Man byggir á skáldsögu Mark Greany en Ryan Gosling, Ana de Armas og Chris Evans fara með aðalhlutverkin. Gosling leikur hér starfsmann CIA sem framkvæmir ýmis verkefni sem fáir aðrir væru færir um. Hann uppgötvar óvart myrk leyndarmál sem verður til að þess að hópur launmorðingja reynir að koma honum fyrir kattarnef. DC League of Super Pets. 27. júlí. Kettir bannaðir? Vissuð þið að ofurhetjur eiga allar gæludýr? Nei? Þið vitið það þá a.m.k. núna því DC League of Super Pets kemur í kvikmyndahús í lok júlí og þar eiga gæludýr ofurhetja sviðið. Þegar ofurhetjunum í Justice League er rænt, myndar Krypto hundurinn hans Superman, hóp gæludýra með ofurkrafta til að bjarga hetjunum. Í genginu eru annar hundur sem er ofursterkur, svín sem getur gert sig risavaxið, skjaldbaka með ofurhraða og rafmagnaður íkorni. Myndin hefur beðið ansi lengi á hillunni hjá Warner Bros, hún átti upprunalega að koma út árið 2019 en varð Covid seinkun að bráð. Meðal leikara sem ljá dýrunum raddir sínar eru Dwayne Johnson, Kevin Hart og Kate McKinnon. Bullet Train. 3. ágúst. Greinilega illa farið með Pitt. Eftir júlímánuð sem er mjög svo snauður af kvikmyndum fyrir fullorðna, koma Brad Pitt og Sandra Bullock í ofurlest og bjarga málunum. Það er David Leitch sem leikstýrir þessari gamanhasarmynd, en hann hefur m.a. gert Atomic Blonde og Deadpool 2. Myndin byggir á skáldsögunni Maria Beetle eftir Kōtarō Isaka og fjallar um launmorðingjann Ladybug (Pitt) sem hyggst setjast í helgan stein en er sendur í eitt lokaverkefni þar sem hann á að sækja skjalatösku um borð í hraðlest. Þegar á hólminn er komið er hann ekki sá eini sem ætlar sér töskuna og þarf að berjast við aðra launmorðingja um hana. Where the Crawdads Sing. 17. ágúst. Daisy Edgar-Jones er víða þessa dagana. Catherine "Kya" Clarke var yfirgefin af fjölskyldu sinni sem barn og gekk um sjálfala við votlendi S-Karólínu. Hún kynnist svo Chase Andrews, sem lofar að giftast henni. Þegar það gerist ekki bindur hún enda á sambandið. Skömmu síðar verður hún fyrir árás af hendi Chase og rétt sleppur. Skömmu síðar finnst Chase látinn og er Kya ákærð fyrir að hafa orðið honum að bana. Where the Crawdads Sing byggir á metsölubók Deliu Owens og er önnur kvikmynd leikstjórans Oliviu Newman, en sú fyrsta var First Match, sem fékk prýðilegar viðtökur árið 2018 og var framleidd af Netflix. Daisy Edgar-Jones fer með hlutverk Kyu, en hún er einna þekktust fyrir að fara með annað aðalhlutverkanna í þáttaröðinni Normal People, sem hægt er að sjá á Stöð 2+. Nope. 24. ágúst. Systkinin leggja á ráðin. Nope er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Jordans Peele, sem þekktastur er fyrir hrollvekjurnar Get Out og Us. Báðar slógu þær í gegn og vöktu mikið umtal. Hér er hann á svipuðum slóðum en hefur bætt vísindaskáldskapnum inn í blönduna. Myndin fjallar um systkinin OJ og Emerald sem missa föður sinn þegar hann verður fyrir hlut sem fellur af himnum ofan. Þau fá svo heimildarmyndagerðarmenn í lið með sér til að reyna að ná myndum af fljúgandi furðuhlutum. Keke Palmer og Daniel Kaluuya leika systkinin. Beast. 24. ágúst. Idris leggur ýmislegt á sig fyrir Balta. Beast er nýjasta kvikmynd Idris Elba, þar sem hann leikur ekkjumann sem fer með dætur sínar í ferðalag til S-Afríku. Líf þeirra endar þó í hættu þegar mannýgt ljón mætir á svæðið. Höfundur handritsins, Ryan Engle, hefur sérhæft sig í Liam Nesson hefndartryllum, á meðan leikstjórinn Baltasar Kormákur, hefur sérhæft sig í kvikmyndum um baráttu mannsins við náttúruna. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Thor: Love and Thunder. 6. júlí. Portman og Hemsworth uppdressuð. Thor: Love and War er 29. myndin úr Marvel-heiminum og er beint framhald Thor: Ragnarok frá árinu 2017 (þó svo að atburðir Avenger Endgame, sem kom út í millitíðinni, séu einnig teknir inn). Taika Waititi leikstýrir og er annar höfunda handritsins ásamt Jennifer Kaytin Robinson. Að vanda er það Chris Hemsworth sem leikur þrumuguðinn Þór, aðrir leikarar eru ekki af verri endanum en meðal þeirra eru Christian Bale, Russel Crowe og Natalie Portman. Í þessu nýjasta framlagi Marvel reynir Þór að taka því rólega og finna innri frið en þau plön eru trufluð af Gorr the God Butcher (sem er hér að koma fram í fyrsta sinn í kvikmynd) en hann ætlar að tortíma öllum guðum. Paws of Fury: The Legend of Hank. 15. júlí. Allt fer í hund og kött. Hundurinn Hank: Í klóm kattarins, eins og hún heitir á íslensku, er ný teiknimynd frá Paramount Pictures í leikstjórn Rob Minkoff og Mark Koetsier. Hún fjallar um hundinn Hank sem fer í ferðalag til að láta draum sinn um að verða samúræi rætast. Myndin byggir að hluta til á Mel Brooks-myndinni Blazing Saddles, frá árinu 1974 og átti fyrst að heita Blazing Samurai. Það var Yair Landau, fyrrum yfirmaður Sony Animation, sem átti upprunalegu hugmyndina fyrir 12 árum síðan. Hún fjallaði þá um samúræa af afrískum uppruna sem verndaði þorp í austurhluta Asíu, síðar var persónunum breytt í hunda og ketti. Meðal raddleikara í bandarísku útgáfunni eru Michael Cera, Ricky Gervais og Samuel L. Jackson, sem einmitt kynnir stikluna hér að neðan. The Gray Man. 22. júlí. Tilvonandi Ken með puttann á gikknum. The Gray Man kemur ekki í kvikmyndahús á Íslandi heldur verður frumsýnd á Netflix. Hún fær þó að fljóta með þar sem hér á ferðinni Netflix stórmynd á við Don´t Look Up og The Irishman. Engu er til sparað og segir Imdb.com að myndin hafi kostað 200 milljón dollara í framleiðslu, sem virðist mest allt hafa farið í að sprengja hluti, a.m.k. miðað við stikluna. Bræðurnir Anthony og Joe Russo leikstýra, en þeir hafa undanfarin ár gert hverja Marvel myndina á fætur annarri. The Gray Man byggir á skáldsögu Mark Greany en Ryan Gosling, Ana de Armas og Chris Evans fara með aðalhlutverkin. Gosling leikur hér starfsmann CIA sem framkvæmir ýmis verkefni sem fáir aðrir væru færir um. Hann uppgötvar óvart myrk leyndarmál sem verður til að þess að hópur launmorðingja reynir að koma honum fyrir kattarnef. DC League of Super Pets. 27. júlí. Kettir bannaðir? Vissuð þið að ofurhetjur eiga allar gæludýr? Nei? Þið vitið það þá a.m.k. núna því DC League of Super Pets kemur í kvikmyndahús í lok júlí og þar eiga gæludýr ofurhetja sviðið. Þegar ofurhetjunum í Justice League er rænt, myndar Krypto hundurinn hans Superman, hóp gæludýra með ofurkrafta til að bjarga hetjunum. Í genginu eru annar hundur sem er ofursterkur, svín sem getur gert sig risavaxið, skjaldbaka með ofurhraða og rafmagnaður íkorni. Myndin hefur beðið ansi lengi á hillunni hjá Warner Bros, hún átti upprunalega að koma út árið 2019 en varð Covid seinkun að bráð. Meðal leikara sem ljá dýrunum raddir sínar eru Dwayne Johnson, Kevin Hart og Kate McKinnon. Bullet Train. 3. ágúst. Greinilega illa farið með Pitt. Eftir júlímánuð sem er mjög svo snauður af kvikmyndum fyrir fullorðna, koma Brad Pitt og Sandra Bullock í ofurlest og bjarga málunum. Það er David Leitch sem leikstýrir þessari gamanhasarmynd, en hann hefur m.a. gert Atomic Blonde og Deadpool 2. Myndin byggir á skáldsögunni Maria Beetle eftir Kōtarō Isaka og fjallar um launmorðingjann Ladybug (Pitt) sem hyggst setjast í helgan stein en er sendur í eitt lokaverkefni þar sem hann á að sækja skjalatösku um borð í hraðlest. Þegar á hólminn er komið er hann ekki sá eini sem ætlar sér töskuna og þarf að berjast við aðra launmorðingja um hana. Where the Crawdads Sing. 17. ágúst. Daisy Edgar-Jones er víða þessa dagana. Catherine "Kya" Clarke var yfirgefin af fjölskyldu sinni sem barn og gekk um sjálfala við votlendi S-Karólínu. Hún kynnist svo Chase Andrews, sem lofar að giftast henni. Þegar það gerist ekki bindur hún enda á sambandið. Skömmu síðar verður hún fyrir árás af hendi Chase og rétt sleppur. Skömmu síðar finnst Chase látinn og er Kya ákærð fyrir að hafa orðið honum að bana. Where the Crawdads Sing byggir á metsölubók Deliu Owens og er önnur kvikmynd leikstjórans Oliviu Newman, en sú fyrsta var First Match, sem fékk prýðilegar viðtökur árið 2018 og var framleidd af Netflix. Daisy Edgar-Jones fer með hlutverk Kyu, en hún er einna þekktust fyrir að fara með annað aðalhlutverkanna í þáttaröðinni Normal People, sem hægt er að sjá á Stöð 2+. Nope. 24. ágúst. Systkinin leggja á ráðin. Nope er nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Jordans Peele, sem þekktastur er fyrir hrollvekjurnar Get Out og Us. Báðar slógu þær í gegn og vöktu mikið umtal. Hér er hann á svipuðum slóðum en hefur bætt vísindaskáldskapnum inn í blönduna. Myndin fjallar um systkinin OJ og Emerald sem missa föður sinn þegar hann verður fyrir hlut sem fellur af himnum ofan. Þau fá svo heimildarmyndagerðarmenn í lið með sér til að reyna að ná myndum af fljúgandi furðuhlutum. Keke Palmer og Daniel Kaluuya leika systkinin. Beast. 24. ágúst. Idris leggur ýmislegt á sig fyrir Balta. Beast er nýjasta kvikmynd Idris Elba, þar sem hann leikur ekkjumann sem fer með dætur sínar í ferðalag til S-Afríku. Líf þeirra endar þó í hættu þegar mannýgt ljón mætir á svæðið. Höfundur handritsins, Ryan Engle, hefur sérhæft sig í Liam Nesson hefndartryllum, á meðan leikstjórinn Baltasar Kormákur, hefur sérhæft sig í kvikmyndum um baráttu mannsins við náttúruna.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira