Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.
Stjórnandi þáttana ætti að vera Íslendingum góðkunnur en það er enginn annar en Jón Jónsson, þrefaldur Íslandsmeistari með FH og tónlistarmaður.
Í fyrsta þætti mætast lið KR og Selfoss. Fyrir KR eru það Kjartan Henry Finnbogason og Benedikt Valson og fyrir Selfoss eru það Sif Atladóttir og Guðmundur Þórarinsson.
„Ég er með tognað liðband í hnénu, ég fór aðeins fram úr mér,“ sagði Guðmundur í miðjum hamagangnum á meðan Kjartan Henry var ekki sáttur við frammistöðu sína. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.