Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 10:00 Vivianne Miedema fagnar einu af 94 landsliðsmörkum sínum. EPA-EFE/Cor Lasker Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti