Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júlí 2022 14:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini. Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Félagið gerði leigusamning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic en vélin verður fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug Icelandair. Boeing 767 tekur rúmlega þrjú hundruð farþega en félagið á fyrir þrjár slíkar vélar. „Við erum að verða fyrir því, eins og heimurinn allur, að aðfangakeðjan er aðeins hægari en venjulega út af ástandinu í heiminum og þess vegna taka viðhaldsverkefni lengri tíma. Síðan er mikil mannekla á flugvöllum úti í heimi sem veldur töfum og truflunum á leiðarkerfinu okkar. Til að bregðast við þessu og búa til meira svigrúm í okkar kerfi þá tökum við þessa vél inn núna næstu tvær vikurnar.“ Aðalatriðið sé að tryggja góða þjónustu. „Við viljum að áætlanir séu eins áreiðanlegar og hægt er og það sem við erum að glíma við núna eru þessar truflanir á flugvöllum úti í heimi og það er ekki síst þess vegna sem við bætum þessari flugvél við. Við viljum halda stundvísi eins góðri og við getum og sinna viðskiptavinum eins vel og við getum. Þetta eru krefjandi aðstæður. Okkar starfsfólk er að vinna ótrúlega vinnu á hverjum einasta degi og þetta bara býr til aukinn sveigjanleika.“ Félagið hefur undanfarna mánuði stigið skref í átt að stækkun en tilkynnt hefur verið um kaup á fjórum MAX vélum sem verða til taks á næsta ári. Þá hefur félagið gert samning um leigu á tveimur MAX vélum til viðbótar. Á næsta ári mun félagið þannig hafa yfir að ráða tuttugu MAX vélum. „Við stækkum en með varkárum hætti. Við erum ekki komin upp í sömu stærð og félagið var fyrir COVID ástandið og við horfum til þess að vaxa í takt við eftirspurn.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17 Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02 Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Icelandair leigir breiðþotu næstu tvær vikurnar Icelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu vikur. 4. júlí 2022 07:17
Icelandair fær fleiri MAX-vélar Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. 1. júlí 2022 09:02
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16. júní 2022 17:20