„Í fyrra skoruðum við úr færunum en erum að spila betur í ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 4. júlí 2022 22:14 Sigurður Heiðar Höskuldsson var í skýjunum með þrjú stig í kvöld Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna. „Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum. Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Það var geggjað að vinna deildarleik, ég var búinn að bíða lengi eftir sigrinum. Mér fannst fyrri hálfleikur vera nokkuð jafn, við fengum allt of góð færi til að skora ekki líkt og Skagamenn. Í síðari hálfleik byrjuðum við illa en eftir að við gerðum skiptingu kom líf í okkur sem endaði með marki,“ sagði Sigurður Höskuldsson í samtali við Vísi eftir leik. Leiknir byrjaði síðari hálfleik rólega en eftir markið komust heimamenn í gang og fengu færi til að bæta við mörkum. „Mér fannst skrítið hvernig við komum út í seinni hálfleik sem endaði með að við gerðum breytingar og strákarnir sem komu inn á breyttu augnabliki leiksins. Það hefur gengið illa að skora og vinna leiki en þetta mark kveikti í mínu liði.“ „Fyrr á tímabilinu höfum við tvisvar komist yfir og haldið því forskoti í innan við fimm mínútur. Ég var því afar ánægður með hvernig við spiluðum eftir markið og við ætluðum okkur að klára leikinn.“ Á síðasta tímabili eftir ellefu umferðir hafði Leiknir skorað 11 mörk og safnað 11 stigum. Í ár hefur Leiknir skorað átta mörk og safnað sjö stigum. Sigurður taldi liðið fá betri færi á þessu tímabili en nýtingin verri. „Í fyrra skoruðum við úr færunum okkar. Þegar ég horfi á leikina og skoða tölfræðina þá erum við töluvert betri í ár heldur en í fyrra. Fótbolti snýst um að skora mörk og þegar mörkin koma ekki þá litar það umræðuna en ég er að mörgu leyti mjög ánægður með tímabilið og mér finnst við hafa bætt þá hluti sem við vildum bæta.“ Félagsskiptaglugginn er opinn og Leiknir er að skoða leikmenn en Sigurður mun ekki taka hvað sem er heldur aðeins það sem bætir liðið. „Ég veit ekki hvaða stöðu ég vill styrkja. Það hafa margir staðið sig mjög vel og mörkin fara að detta með okkur. Við gætum þurft að styrkja breiddina í sóknarleiknum,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að lokum.
Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira