Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 09:00 Danmörk gæti verið næsti áfangastaður Alfreðs Finnbogasonar. Mario Hommes/Getty Images Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00
Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33