Í dag komast Frakklandshjólreiðarnar loksins til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:30 Það var mjög vel mætt í Danmörku þegar Frakklandshjólreiðarnar fóru þar í gegn. AP/Thibault Camus Tour de France, frægasta hjólreiðakeppni heims, er nú á fjórða degi en fram til þessa hafa Frakklandshjólreiðarnar þó ekki verið hjólaðar í Frakklandi þrátt fyrir að þrír dagar séu að baki. Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira