Ekki hlusta á Lilju Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. júlí 2022 12:01 „Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Kjaramál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Vegferðin núna er auðvitað að allir líti í eigin barm og sér í lagi auðvitað stjórnvöld og fyrirtæki og fólkið í landinu, hvernig náum við tökum á þessu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Bítinu í morgun, korteri eftir að hún fékk nærri hundrað þúsund króna launahækkun. Þegar Lilja varð utanríkisráðherra 2016 voru laun ráðherra 1.257 þús. kr. á mánuði. Nú er Lilja með 2.231 þús. kr. í laun, eins og aðrir ráðherra. Laun Lilju hafa hækkað um 974 þús. kr. á þessum sex árum. Og hún hefur verið í ríkisstjórn í fimm ár af þessum sex og ekkert gert í þessu nema fagnað bættum eigin hag. Á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 hafa lágmarkslaun hækkað mikið, enda aðaláhersla félaga innan Alþýðusambandsins að lina þjáningar fátækasta fólksins á vinnumarkaði. 2016 voru lágmarkslaunin 260 þús. kr. en eru í dag 368 þús. kr., hafa hækkað um 106 þús. kr. á sama tíma og laun Lilju hækkuðu um 974 þús. kr. Lilja hefur fengið 9,2 falda hækkun lágmarkslauna og kannast þó enginn við að átak væri í gangi við að bjarga henni frá fátækt. Áherslan á krónutöluhækkanir í samningum var til að koma í veg fyrir launaskrið upp eftir launastiganum. 5% hækkun á lægstu laun eru t.d. 18 þús. kr. en 5% hækkun til ráðherra 116 þús. kr. En vandinn liggur ekki í þessu. Ráðherrarnir hafa ekki bara fengið hærri krónutöluhækkun heldur hærri prósentuhækkun. Laun Lilja hafa hækkað um 75% á sex árum á sama tíma og lágmarkslaun hafa hækkað um 41%. Ójöfnuðurinn hefur því vaxið, ekki bara í krónum talið, heldur hlutfallslega. Þegar Lilja varð ráðherra var hún með 4,8 föld lágmarkslaun. Nú eru laun hennar 6,1 föld lágmarkslaun. Hver var að biðja um þetta? Kannist þið við kröfugöngur um betri kjör ráðherra og annarra í valdastéttinni? Hafið þið sent tölvupóst á ríkisstjórnina og grátbeðið hana að hækka laun ráðherra, eins og öryrkjar hafa gert í von um að eiga fyrir mat út mánuðinn? Hafið þið orðið vör við bænaskjöl, heyrt fólk hringja inn í símatímann á Útvarpi Sögu eða sambærilegan vettvang á twitter, lesið greinar um bága stöðu ráðherra? Nei, auðvitað ekki. Lilja og ráðherrarnir hafa hækkað launin sín þvert gegn vilja þjóðarinnar. Það er í takt við annað sem ríkisstjórnin gerir. Hún rekur flest sín mál þvert á vilja meginþorra almennings. Svo mæta ráðherrarnir í viðtöl og reyna að höfða til almennings um að sætta sig við litlar eða engar launahækkanir. Þeir boða að almenningur eigi að taka á sig verðbólguna með skertum kaupmætti. 8 prósent verðbólga mun keyra fólk á lægst launa fólkið dýpra niður í fátækt ef það fær verðbólguna ekki bætta með launahækkunum. Lilja og ráðherrarnir munu ekki finna fyrir verðbólgunni, þau fengu hana bætta fyrir fram. Það gerðist jafnvel þótt rekja megi verðbólguna að stóru leyti til hagstjórnarmistaka ráðherranna. Kona á lágmarkslaunum sem á eitt barn og borgar 200 þús. kr. í húsaleigu vantar 66 þús. kr. til að ná endum saman miðað við framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara, þrátt fyrir meðlag, barnabætur og húsnæðisbætur. Ráðherra í sömu stöðu á 885 þús. kr. eftir þegar allur sami kostnaður hefur verið greiddur, þótt engar fái hann bæturnar úr skattinum. Þetta er aðstöðumunurinn. Það er því stjarnfræðilega ósvífið af Lilju að stíga fram og krefjast þess að láglaunafólk horfi í eigin barm og reyni að finna þar sök vegna vaxandi verðbólgu. Þar er engan sök að finna. Lilja sjálf ber hins vegar alla ábyrgð, bæði með mislukkaðri efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og með því fordæmi sem hún og aðrir í valdastéttinni hafa gefið; um að hrifsa til sín allt sem þau geta án þess að hugsa eitt augnablik um annað fólk. Það væri möguleiki að fólk hlustaði á Lilju ef hún og aðrir ráðherrar lækkuðu laun sín. Þó ekki væri nema niður í 1.779 þús. kr. svo launin væru nú sama hlutfall lágmarkslauna og þegar Lilja varð ráðherra fyrir sex árum. Þetta yrði launalækkun upp á 452 þús. kr. á mánuði, 5,4 m.kr. á ári. Þá upphæð sem kalla mætti oftekin laun ráðherra í tíð Lilju Alfreðsdóttur. Þar til Lilja skilar þessum launum er fráleitt að hlusta á hana messa yfir öðru fólki. Fólk sem tekur sér hærri laun en aðrir, tekur til meiri hækkanir en aðrir; fólk sem lifir á kjörum sem eru svo langt yfir kjörum venjulegs fólks að almenningur á erfitt með að ímynda sér þau; slíkt fólk á ekki að segja öðru fólki að líta í eigin barm og finna þar sök. Hvað sem þið gerið í dag, ekki hlusta á Lilju Alfreðsdóttur. Hún hefur ekki unnið til þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar