Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:15 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir alla þurfa að líta í eigin barm vegna verðbólgunnar. vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira