Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:15 Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir alla þurfa að líta í eigin barm vegna verðbólgunnar. vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Verðbólga mælist nú 8,8 prósent og hefur ekki verið meiri í þrettán ár en greiningadeildir spá því að verðbólgan nálgist tveggja stafa tölu í sumar. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera vakandi yfir þróuninni. „Það er alveg ljóst að verðbólgan kemur alltaf verst niður á tekjulægstu heimilunum og því þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr verðþrýstingi,“ segir Lilja. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ráðist í 26 milljarða króna aðhaldsaðgerðir fyrir næsta ár vegna ástandsins. Þær hafa áður verið kynntar og felst meðal annars í að dregið er úr útgjaldasvigrúmi stjórnvalda og minni aflsáttur verður á gjöldum á áfengi og tóbaki í fríhöfninni. „Þarna erum við að leggja okkar af mörkum til þess að minnka þrýstinginn.“ Alþýðusambandið og Neytendasamtökin eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt arðgreiðslur fyrirtækja sem séu á sama tíma að hækka verð á vörum. Hagar sem eiga Bónus, Hagkaup og Olís högnuðust til að mynda um fjóra milljarða á síðasta ári og greiða út ríflega tveggja milljarða króna arð á árinu. Festi, sem rekur meðal annars Krónuna greiðir út 1,6 milljarða króna arð á árinu. Lilja tekur undir gagnrýnina. „Vegna þess að þetta er þannig að við þurfum öll að líta í eigin barm og leggja okkar að mörkum til að stuðla að því að það dragi úr verðbólguþrýstingi og styðja við seðlabankann, þannig að hann þurfi ekki að fara í mjög umfangsmiklar stýrivaxtahækkanir. Vegna þess að þær þýða eitt; það er minni neysla, það er minni fjárfesting, minni hagvöxtur og minni kaupmáttur og það kemur illa við okkur öll,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Neytendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira