Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 23:31 Vísindamennirnir sigla inn í höfnina á Hjalteyri eftir rannsóknarköfun niður að hverastrýtunum. strýtan.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33