Sú besta með slitið krossband og missir af EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 10:30 Alexia Putellas verður frá í hálft ár hið minnsta. Getty/Pedro Salado Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00