Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 11:32 Katrín er ein þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. Fjársýsla ríkisins komst að því í síðustu viku að gerð hafi vrið mistök við útreikninga launahækkana og forseti Íslands, ráðherrar og ýmsir aðrir embættismenn því fengið of há laun greidd í þrjú ár. Þetta á við um 260 embættismenn, þar af 215 sem eru enn í starfi, og verða þeir krafðir um endurgreiðslu sem nemur mismuninum sem þeir geta greitt til baka á tólf mánaða tímabili. Samtals nema ofgreiddu launin alls um 105 milljónum króna á tímabilinu. Dómarar hafa gagnrýnt þetta harðlega og telja kröfuna ólögmæta. Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þykir þessi lausn hins vegar sanngjörn en sjálf er hún á meðal þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka: „Þegar í ljós kemur að þessi laun hafa verið ofgreidd þá finnst mér sanngjarnt að við endurgreiðum það þó að mistökin séu ekki okkar heldur þeirra sem greiða út launin, þá finnst mér það sanngjarnt,“ segir Katrín. Hvort þessi aðgerð geti verið íþyngjandi fyrir embættismenn, sem munu ýmist lenda í því að ofgreiddu launin verði dregin frá launum þeirra á næstunni eða verður gert greiða launin til baka á 12 mánaða tímabili segir Katrín: „Eins og ég segi; þetta eru ekki allir opinberir starfsmenn, þetta eru æðstu embættismenn sem að hæstu hafa launin. Þannig ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við.“ Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Forseti Íslands Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Fjársýsla ríkisins komst að því í síðustu viku að gerð hafi vrið mistök við útreikninga launahækkana og forseti Íslands, ráðherrar og ýmsir aðrir embættismenn því fengið of há laun greidd í þrjú ár. Þetta á við um 260 embættismenn, þar af 215 sem eru enn í starfi, og verða þeir krafðir um endurgreiðslu sem nemur mismuninum sem þeir geta greitt til baka á tólf mánaða tímabili. Samtals nema ofgreiddu launin alls um 105 milljónum króna á tímabilinu. Dómarar hafa gagnrýnt þetta harðlega og telja kröfuna ólögmæta. Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þykir þessi lausn hins vegar sanngjörn en sjálf er hún á meðal þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka: „Þegar í ljós kemur að þessi laun hafa verið ofgreidd þá finnst mér sanngjarnt að við endurgreiðum það þó að mistökin séu ekki okkar heldur þeirra sem greiða út launin, þá finnst mér það sanngjarnt,“ segir Katrín. Hvort þessi aðgerð geti verið íþyngjandi fyrir embættismenn, sem munu ýmist lenda í því að ofgreiddu launin verði dregin frá launum þeirra á næstunni eða verður gert greiða launin til baka á 12 mánaða tímabili segir Katrín: „Eins og ég segi; þetta eru ekki allir opinberir starfsmenn, þetta eru æðstu embættismenn sem að hæstu hafa launin. Þannig ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við.“
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Forseti Íslands Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09