England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum.
Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð.
Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022
Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw
Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn.
Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma.