Fyrsta nautahlaup San Fermín hátíðarinnar í þrjú ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. júlí 2022 14:30 Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Burak Akbulut/GettyImages San Fermín hátíðin í Pamplóna á Spáni hófst í morgun með hinu víðfræga nautahlaupi um götur borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem hátíðin fer fram vegna Covid-farsóttarinnar. Talið er að um milljón manns sæki hátíðina í ár. Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“ Spánn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“
Spánn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira