Handbolti

Íslenska liðið náði í jafntefli gegn Serbum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn íslenska liðsins undirbúa sig fyrir leikinn gegn Serbum í dag. 
Leikmenn íslenska liðsins undirbúa sig fyrir leikinn gegn Serbum í dag.  Mynd/HSÍ

Íslenska U-20 ára landsliðið í handbolta karla hóf í dag leik í lokakeppni Evrópumótsins þegar liðið mætti Serbíu í Porto.

Lokatölur í leiknum urðu 28-28 en íslenska liðið skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og var nálægt því að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. 

Staðan í hálfleik var 18-15 Íslandi í vil en markvörðurinn Brynjar Vignir Sigurjónsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leikslok. 

Ísland og Serbía eru í riðli með Ítalíu og Þýskalandi en íslensku strákarnir mæra Ítölum á morgun klukkan 11.00 að íslenskum tíma og svo Þjóðverjum á sunnudaginn kemur. 

Mörk Íslands í leiknum: Benedikt Gunnar Óskarsson 7/6, Andri Már Rúnarsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Arnór Viðarsson 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Andri Finnsson 1, Ísak Gústafsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×