Að vera eitt í kærleikanum Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:31 Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar