Jöfn tækifæri til strandveiða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 14:01 Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun