Fótbolti

Ronaldo gæti endað hjá Barcelona

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jorge Mendes fundar stíft um framtíð Ronaldos. 
Jorge Mendes fundar stíft um framtíð Ronaldos.  Vísir/Getty

Mikið er rætt um framtíð portúgalska framherjans þessa Cristiano Ronaldo þessa dagana. Talið er að hann vilji yfirgefa herbúðir Manchester United og er hann orðaður við hin og þessi félög í fjölmiðlum.

Nú greina spænskir fjölmiðlar frá því að Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldos, hafi fundað með Joan Laporta, forseta Barcleona og eitt umfræðuefna á þeim fundi hafi verið mögulegt vistaskipti hins 37 ára gamla sóknarmanns til Katalóníufélagsins. 

Spænski fjölmiðillinn AS segir að Mendes og Laporta hafi rætt þennan möguleika sem og önnur möguleg kaup Barcelona á leikmönnum sem eru á snærum Mendes.

AS segir að Barcelona hafi einnig áhuga á Bernardo Silva, sóknartengilið Manchester City, Ruben Neves, miðjumanni Wolves og Rafael Leao, sóknarmanni hjá AC Milan en Mendes er umboðsmaður fyrrnefndra leikmanna.  

Mendes ræddi á dögunum við Todd Boehly, nýjan eiganda Chelsea, samkvæmt enskum fjölmiðlum. Þá hefur Ronaldo einnig verið orðaður við Bayern München en forráðamenn þýska stórveldisins vilja ekki kannast við áhuga á kröftum hans þar á bæ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×