Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2022 09:04 Kristín Aðalheiður og Bjarni, sem eiga og reka kaffihúsið og barinn Gísli, Eiríkur og Helgi með miklum myndarskap. Bjarni segir að það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, hann sé svona asninn, sem er bundin aftan í og fylgi bara með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira