Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 11:49 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. AP/Rodrigo Reyes Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum. Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum.
Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira