Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 15:01 Myndir af Kojima voru birtar með umfjöllun um morðið á Abe og látið að því liggja að þar væri um að ræða morðingjann. Neilson Barnard/Getty Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota. Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota.
Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23
Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent