Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 15:01 Myndir af Kojima voru birtar með umfjöllun um morðið á Abe og látið að því liggja að þar væri um að ræða morðingjann. Neilson Barnard/Getty Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota. Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota.
Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23
Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent