Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 07:48 Musk þykir hið mesta ólíkindatól. epa/Britta Pedersen Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið. Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.
Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira