Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 14:20 Leikmaðurinn sem um ræðir fær að æfa áfram með liði sínu. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022 Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök. Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum. Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum. Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton. The Premier League club whose player has been arrested on suspicion of rape has told The Athletic it is not suspending him.https://t.co/qcgDlYydAc— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 13, 2022
Enski boltinn Bretland Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun. 4. júlí 2022 19:01