„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Runólfur Trausti Þórhallsson og Jón Már Ferro skrifa 13. júlí 2022 18:36 Rúnar vill sjá sitt lið gera betur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Rúnar fór yfir stöðu mála fyrir leik sinna manna gegn pólska liðinu Pogoń Szczecin annað kvöld í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir eru 4-1 yfir eftir fyrri leikinn og möguleikar KR á að fara áfram litlir sem engir enda mótherjinn ógnarsterkur. „Staðan er sú sama og hún hefur verið í allt sumar. Það hafa leikmenn komið inn en á sama tíma detta aðrir út. Það styttist í að Kristján Flóki Finnbogason geti farið að taka meiri þátt. Hann er byrjaður að æfa, ekki heilu æfingarnar sem en að hluta til. Það er samt töluverður tími í að hann spili leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á liði sínu. Finnur Tómas hefur átt erfitt uppdráttar í sumar og verið langt frá sínu besta. Hann er nú meiddur.Vísir/Diego „Finnur Tómas Pálmason meiðist á svipuðum tíma og Arnór Sveinn Aðalsteinsson meiðist. Kristinn Jónsson meiðist líka á þessum tíma. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem við söknum hvað mest núna, það er eitthvað í að þeir komi til baka. Við vitum ekkert hvað Kristinn verður lengi frá. Hnéð á honum er ekki gott, eitthvað sem gerir það að verkum að hann er frá allavega mánuð í viðbót, örugglega lengur.“ Hvað varðar Finn Tómas þá er framtíðin óljós þar sem KR-ingar vita ekki nákvæmlega hvað er að hrjá hann. „Þetta eru ökkla meiðsli sem við höfum ekki fengið 100 prósent greiningu á, en þetta lítur þó betur út en í byrjun. Það gæti verið mánuður í hann líka.“ Rúnar telur að Kristján Flóki gæti byrjað að spila eftir þrjár til fjórar vikur en sem stendur má hann ekki vera í neinni snertingu á æfingum. „Hann er bara jóker í miðjunni og það er bannað að tækla hann. Hann er samt á góðri leið.“ KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar.Vísir/Hulda Margrét Að lokum var Rúnar spurður hvort hann ætlaði að sækja leikmenn í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. Svarið við því var frekar einfalt. „Nei, við erum ekki að skoða eitt né neitt. Við ætlum að klára tímabilið með þennan mannskap sem við erum með. Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum. Við þurfum bara allir að bæta okkur, líta í spegil og gera betur,” sagði Rúnar ákveðinn að endingu. KR mætir Pogoń Szczecin klukkan 18.15 á Meistaravöllum annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira