Það var róstursamt á breska þinginu í dag þar sem forseti þingsins lét henda tveimur þingmönnum skorskra aðskilnaðar sinna út úr þingsalnum og setti þá í fimm daga fundarbann. Sex sitja eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir lok fyrstu umferðar í dag þar sem Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra trónir efstur.
Það er líka allt á suðupunkti á Sri Lanka þar sem reiði almennings jókst enn meira eftir að landflótta forseti Sri Lanka útnefndi umdeildan forsætisráðherra sinn í forsetaembættið í dag.
Við heyrum af mikilli eftirspurn eftir gistingu á Íslandi á sama tíma og hótelum og veitingastöðum gengur mjög erfiðlega að finna starfsfólk og kíkjum austur á land en líkur eru á að áform ríkisstjórnarinnar um að taka upp gjöld í öllum veggöngum landsins verði mjög umdeild.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.