Innlent

Kýldi vagnstjóra í andlitið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109.

Lögregla sinnti tveimur öðrum útköllum vegna líkamsárása í gærkvöldi, í miðborginni og Hafnarfirði. Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði en þeim sem hringdi inn tókst að slökkva eldinn áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Í Hafnarfirði var einnig tilkynnt um tvö innbrot í atvinnuhúsnæði, þar sem fjármunum var stolið. Þá var einnig óskað aðstoðar vegna eignaspjalla í póstnúmerinu 108.

Einn var handtekinn í 110 en sá gerði tilraun til þjófnaðar úr verslun og neitaði að segja til nafns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×