Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 09:02 Borgarstjórnartíð Dags lýkur að hálfu kjörtímabili liðnu. Margir hafa kallað eftir því að hann snúi sér að landsmálunum þegar borgarstjóratíð hans lýkur. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær. Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík hefur vakið ugg meðal margra í ljósi samþjöppunar í sjávarútvegi. Samherji á þriðjungshlut í Síldarvinnslunni og dansar þar með á línu hámarksaflaheimilda en telst ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Margir telja lögin beinlínis sérsiðin að högum stórútgerðanna. Í grein Þórðar Gunnarssonar sem birt var á Innherja beinir hann sjónum að því kaupverði sem fékkst fyrir útgerðina Vísi. Kaupverðið segir Þórður töluvert yfir rekstrarvirði fyrirtækisins. Bendir Þórður á þá staðreynd að kaupverð hlutafjár í Vísi, 20 milljarðar, sé um það bil 25 sinnum hærra en hagnaður síðasta árs. Leiðir hann þar með að því líkur að að kaupverðið á útgerðinni, 31 milljarðar, skýrist fyrst og fremst af hlutdeild Vísis í þorskkvótanum. Ekkert að marka fyrirheit stjórnmálamanna „Helstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru með öðrum orðum að lýsa því yfir með verðlagningunni að ekkert sé að marka orð og fyrirheit stjórnmálanna um að innheimta eigi eðlilegan arð af auðlindinni þannig að þeir fjármunir renna til þjóðarinnar. Og að engar breytingar á því séu líklegar,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Í samtali við Vísi segir Dagur grein Þórðar afhjúpandi. „Það sem er fyrst og fremst verið að borga fyrir er þorskkvótinn sem er í raun eign þjóðarinnar en ekki rekstrartölur fyrirtækisins. Þetta þarf ekki að koma á óvart en er óvenjuskýrt í þessu dæmi,“ segir Dagur. Mörg önnur atriði líkt og samkeppnissjónarmið eða kvótaþak hafi tekið mest pláss í umræðunni án þess að rætt sé um það sem mestu máli skipti. Katrín Jakobsdóttir nefndi einmitt þessi tvö atriði í viðtali við Vísi á dögunum og sagðist hafa áhyggjur af stöðunni: „Það liggur fyrir að þessi samruni mun verða til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og það mun koma í ljós hver niðurstaða þeirra skoðunar verður. Þá hefur Fiskistofa til skoðunar kvótaþakið,“ sagði Katrín. Dagur spyr því hvort eðlilegt sé að viðbrögð stjórnmálamanna takmarkist við umræðu um kvótaþak og samkeppnissjónarmið. „Í grunninn snýst þetta um hver á fiskinn í sjónum og hver á að fá afraksturinn af honum.“ Ekki að undirbúa innreið í landsmálin Í ljósi þess að Dagur er farinn að vekja máls á málefnum landspólitíkurinnar liggur beinast við að spyrja hvort hann sé að stefna á þann arm stjórnmálanna. „Nei, ég hef ekki tekið neina stefnu þangað og hef reyndar oft tjáð mig um auðlinda- og sjávarútvegsmál bara af því það er stórt mál fyrir samfélagið. Eitt meginviðfangsefnið er að fjármagna vanfjármagnað heilbrigðiskerfi. Á sama tíma erum við að horfa upp á ofurhagnað hjá útgerðinni án þess að þjóðin fái að njóta þess.“ Dagur segist jafnframt ekki vera á framboðsbuxum en orðrómur hefur verið um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun taka við borgarstjóraembættinu af Degi í ársbyrjun 2024 en Dagur hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Dagur segir samstarfið hjá nýja meirihlutanum ganga vel. „Það er góður andi í hópnum og mikill metnaður.“ Og Einar að fylgjast með þér þarna úti í horni? „Hann er reyndar í sumarfríi núna,“ segir Dagur og hlær.
Sjávarútvegur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Reykjavík Samfylkingin Síldarvinnslan Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira