Ólafur og Stiller ættu að þekkjast ágætlega en þeir hafa leikið saman í myndunum The Secret Life of Walter Mitty og Zoolander 2.
Það er greinilegt að Stiller þykir mikið til Ólafs koma og hefur ekki sparað honum hrósin en opinberlega hefur hann lýst Ólafi sem mögnuðum leikara.
Ekki er vitað um ástæðu dvalar Stillers á landinu og verður spennandi að fylgjast með því hvort að þeir félagar séu jafnvel að plotta eitthvað æsispennandi saman.