Sjáðu mögnuð sigurmörk Hollands og Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 15:01 Holland skoraði þrjú mörk gegn Portúgal í gær. Rico Brouwer/Getty Images Tveir hörkuleikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær. Holland vann dramatískan 3-2 sigur á Portúgal og Svíþjóð vann nauman 2-1 sigur á Austurríki. Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00
Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00