Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:23 Glódís átti góðan leik á móti Ítölum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1. „Bara ótrúlega svekkt. Óþarfa mark sem við fengum á okkur. Við vorum með ótrúlega góða stjórn á leiknum þangað til að þær ná að skora þetta mark og þá fer þetta að vera fram og til baka. Bæði lið vildu vinna leikinn og þurftu sigur og þetta er ekki leikplan sem hentar okkar liði vel og þá fórum við að missa tökin á þessum leik. Fram að markinu þá fannst mér við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt. Mikið hrós á liðið þangað til þær skora þetta mark og þá hefðum við getað tekið í taumana á leiknum til að stjórna hraðanum á leiknum.“ Glódís var spurð út í markið sem Ísland fékk á sig en hún hefði þurft að sjá markið aftur til að leggja mat á það almennilega. „Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Bara ótrúlega pirrandi mark. Hún fær að koma inn í teiginn okkar á miklum hraða og leggja boltann út. Leikmaðurinn kemur svo á miklum hraða og skorar. Ég veit ekki hvort ég hefði átt að stíga út fyrr og taka sénsinn. Gríðalega svekkjandi því mér fannst við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt og þannig að þetta er ótrúlega svekkjandi þar sem við skoruðum markið snemma og vorum með leikinn í eigin höndum.“ Var tilfinningin þannig að Ítalirnir myndu brotna snemma? Voru íslensku stelpurnar að fara að ná sama takti og Frakkarnir í fyrsta leiknum? „Já, það var náttúrlega mikilvægt að fá markið snemma en eftir það þá duttum við niður og fórum að verjast. Það er samt sem áður styrkleiki hjá okkur og hefðum átt að geta án þess að fá á okkur mark. Við vorum með mjög góða stjórn á þessu fram að markinu þeirra.“ Næst er leikur við Frakkland þar sem Ísland þarf helst að ná í sigur til að ráða eigin örlögum. „Við getum það. Eins og við sögðum strax eftir leik þá er þetta erfiða leiðin. Þetta er ennþá í okkar höndum en verður ótrúlega erfitt verkefni en ég hef fulla trú á því að ef við spilum okkar besta leik þá getum við unnið Frakkana.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
„Bara ótrúlega svekkt. Óþarfa mark sem við fengum á okkur. Við vorum með ótrúlega góða stjórn á leiknum þangað til að þær ná að skora þetta mark og þá fer þetta að vera fram og til baka. Bæði lið vildu vinna leikinn og þurftu sigur og þetta er ekki leikplan sem hentar okkar liði vel og þá fórum við að missa tökin á þessum leik. Fram að markinu þá fannst mér við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt. Mikið hrós á liðið þangað til þær skora þetta mark og þá hefðum við getað tekið í taumana á leiknum til að stjórna hraðanum á leiknum.“ Glódís var spurð út í markið sem Ísland fékk á sig en hún hefði þurft að sjá markið aftur til að leggja mat á það almennilega. „Ég er ekki búinn að sjá það aftur. Bara ótrúlega pirrandi mark. Hún fær að koma inn í teiginn okkar á miklum hraða og leggja boltann út. Leikmaðurinn kemur svo á miklum hraða og skorar. Ég veit ekki hvort ég hefði átt að stíga út fyrr og taka sénsinn. Gríðalega svekkjandi því mér fannst við vera með góð tök á leiknum og þær voru ekki að skapa sér neitt og þannig að þetta er ótrúlega svekkjandi þar sem við skoruðum markið snemma og vorum með leikinn í eigin höndum.“ Var tilfinningin þannig að Ítalirnir myndu brotna snemma? Voru íslensku stelpurnar að fara að ná sama takti og Frakkarnir í fyrsta leiknum? „Já, það var náttúrlega mikilvægt að fá markið snemma en eftir það þá duttum við niður og fórum að verjast. Það er samt sem áður styrkleiki hjá okkur og hefðum átt að geta án þess að fá á okkur mark. Við vorum með mjög góða stjórn á þessu fram að markinu þeirra.“ Næst er leikur við Frakkland þar sem Ísland þarf helst að ná í sigur til að ráða eigin örlögum. „Við getum það. Eins og við sögðum strax eftir leik þá er þetta erfiða leiðin. Þetta er ennþá í okkar höndum en verður ótrúlega erfitt verkefni en ég hef fulla trú á því að ef við spilum okkar besta leik þá getum við unnið Frakkana.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15