Landspítalinn standi nú á krossgötum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 23:36 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að ljóst sé að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. Stöð 2 Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira