Fótbolti

„Einn daginn mun ég sækja um franskan ríkis­borgara­rétt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marco Veratti er ríkjandi Evrópumeistari með Ítalíu en hann vill þó franskan ríkisborgararétt.
Marco Veratti er ríkjandi Evrópumeistari með Ítalíu en hann vill þó franskan ríkisborgararétt. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Veratti hefur spilað fyrir franska stórliðið París Saint-Germain undanfarinn áratug. Hann stefnir á að sækja um franskan ríkisborgararétt þegar fram líða stundir.

Veratti kom til Parísar frá Pescara árið 2012. Þrátt fyrir að glíma reglulega við meiðsli hefur hann verið lykilmaður í árangri PSG undanfarin ár. Sem stendur er hann þriðji leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 378 leiki. Aðeins Jean-Marc Pilorget (435) og Sylvain Armand (380) hafa leikið fleiri leiki fyrir félagið.

Hinn 29 ára gamli Veratti er að mörgu leyti tengdari Frakklandi heldur en Ítalíu og gaf út í viðtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu að hann myndi á einhverjum tímapunkti sækja um franskan ríkisborgarétt.

„Ég fór frá litlu þorpi í Abruzzo til Parísar þar sem þú er umvafinn mismunandi menningarheimum. París er frábær borg og hefur gefið mér mikið,“ sagði Veratti í viðtalinu og viðurkenndi að búa í París hefði mótað hver hann er í dag.

„Mér líður mjög frönskum þrátt fyrir að vera enn ítalskur. Einn daginn mun ég sækja um franskan ríkisborgararétt þar sem börnin mín eru fædd hér,“ bætti hann við.

Veratti á að baki 49 A-landsleiki fyrir Ítalíu og spilaði sinn þátt er Ítalía varð Evrópumeistari á síðasta ári. Þá hefur hann orðið franskur meistari átta sinnum og sex sinnum franskur bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×