Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 08:27 Glúmur segir fólk ekki eiga séns á Íslandi nema það sé með rétt flokksskírteini. Rúv Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01