Raphinha genginn í raðir Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 14:10 Joan Laporta, forseti Barcelona, og nýjasta viðbótin við leikmannahópinn. Barcelona Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00