Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2022 08:03 Um 500 manns búa á Djúpavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. "Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
"Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira