Víkingsbanar í Litháen og þrjú af fjórum Íslendingaliðum byrja á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 11:01 Sænska liðið Malmö fer til Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Önnur umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst á morgun með sjö leikjum. Alls eru fjögur Íslendingalið sem verða í eldlínunni. Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Drátturinn fór fram fyrir helgi, en þrjú af fjórum Íslendingaliðum hefja leik á útivelli. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt ferðast til Norður-Írlands þar sem liðið mætir Linfield á morgun. Síðari leikur liðanna fer svo fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Þjálfarinn Miloš Milojević mætir með lærisveina sína í Malmö til Litháen þar sem liðið heimsækir Zalgiris annað kvöld. Eins og íslenskt knattspyrnuáhugafólk veit sló Malmö Íslandsmeistara Víkings úr leik í fyrstu umferð eftir samanlagðan 6-5 sigur í stórskemmtilegu einvígi. Þá fer markvörðurinn Ögmundur Kristinsson með félögum sínum í gríska liðinu Olympiacos til Ísrael á miðvikudaginn þar sem heimamenn í Maccabi Haifa bíða þeirra. Að lokum er eitt Íslendingalið sem hefur leik á heimavelli. Danska liðið Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs tekur á móti kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðann á morgun. Leikjaniðurröðunina í heild sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar má sjá með því að smella hér. Dráttur í þriðju umferð klár Þá er einnig búið að raða upp leikjum í þriðju umferð forkeppninnar og því hægt að velta því fyrir sér hvað gæti gerst ef Íslendingaliðin vinna. Danska liðið Midtjylland á líklega erfiðasta verkefnið fyrir höndum af öllum Íslendingaliðunum ef vinna sína viðureign gegn AEK Larnaca, en sigurliðið úr því einvígi mætir portúgalska liðinu Benfica í þriðju umferð. Ögmundur Kristinsson og félagar þyrftu að fara í stutt ferðalag til Kýpur þar sem Apollon yrði þeirra næsti andstæðingur. Að lokum er svo líklegt að Malmö og Bodö/Glimt mætist í þriðju umferð, en þá þarf Malmö að sigra Zalgiris og Bodö/Glimt að hafa betur gegn Linfield. Third qualifying round draw ✔️👉 games on 2/3 & 9 August🗓️ Play-offs: 16/17 & 23/24 August #UCL pic.twitter.com/YD14rKrzLj— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 18, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira