Fótbolti

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru komnir á topp sænsku úrvalsdeildarinnar.
Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru komnir á topp sænsku úrvalsdeildarinnar. @bkhackenofcl

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Häcken byrjaði vel og komst yfir strax á sjöttu mínútu, ekki löngu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu og staðan 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Gestirnir höfðu skorað tvívegis áður en Valgeir Lunddal kom inn á þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Það var þó ekki nóg og bættu gestirnri við tveimur mörkum áður en leiknum lauk. Lokatölur 1-5 og Häcken komið aftur á topp deildarinnar.

Staðan í deildinni er þannig að Valgeir Lunddal og félagar eru með 31 stig á toppi deildarinnar. Djurgården er sæti neðar með 30 stig eftir að hafa leikið leik meira.

OB byrjar leiktíðina í Danmörku á tapi en liðið fékk Nordsjælland í heimsókn í dag þar sem gestirnir unnu 2-0 útisigur. Aron Elís spilaði rúmlega tíu mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×