„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 21:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“ Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
KR lenti undir undir lok fyrri hálfleiks í leik kvöldsins en skiptingar Rúnars báru árangur og liðið jafnaði strax í upphafi þess síðari. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Rúnar var eins og sést á upphafssvari hans vægast sagt ósáttur með sína menn. „Nei, ég vildi að ég hefði hana. Það vantaði aga í allt sem við vorum að gera, það vantaði betri hreyfingu á mansnkapinn. Við þurftum að reyna spila okkur betur út úr vörninni, Framarar lokuðu vel á okkur. Ekkert sem kom á óvart hvernig þeir vörðust okkar en við náðum ekki að leysa það,“ sagði Rúnar aðspurður hvort hann hefði einhver svör varðandi slaka byrjun KR-liðsins í dag. Rúnar gerði töluverðar breytingar í hálfleik og báru þær árangur í upphafi síðari hálfleiks. Segja má að KR hafi spilað útfærslu af 3-5-2 leikkerfi en Kennie Chopart var fjarverandi í dag og þá er fjöldi leikmanna enn á meiðslalistanum eða tæpir. „Við spiluðum örlítið betur í síðari hálfleik, skorum mjög snemma og þá hélt ég að við myndum kannski ná yfirhöndinni, róa okkur og spila aðeins meira. Um leið og við breyttum um kerfi þá breytti Fram um kerfi og náði að hægja á okkar sóknarleik. Þeir eru vel spilandi og góðir, gerðu okkur ofboðslega erfitt fyrir í dag og kannski ástæðan fyrir að við vorum ekki betri að Framararnir voru góðir.“ „Við verðum að halda áfram, leggja á okkur og bæta okkar leik. Þetta er búið að vera erfitt og er aftur erfitt á heimavelli núna eftir mjög góða viku eftir Evrópuleik en við náðum ekki að sýna sama karakter og í þeim leik. Kannski full óþolinmóðir oft en það er erfitt þegar illa gengur og menn eru að horfa upp fyrir sig, vilja komast hærra í töflunni og allt þetta. Vita kannski að innst inni ef við værum eins og menn þá værum við hærra í töflunni en taflan lýgur ekkert, við erum ekki betri en þetta eins og staðan er.“
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira