Harðstjórinn Ten Hag bannar áfengi og mun vigta leikmenn reglulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 10:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, ætlar sér stóra hluti. EPA-EFE/JOEL CARRETT Erik ten Hag ætlar að taka til hendinni hjá Manchester United en Hollendingurinn hefur birt áhugaverðan lista yfir reglur sem leikmenn liðsins verða að fylgja ætli þeir sér að spila undir hans stjórn. Man United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu að njóta sín ágætlega, allavega þeir sem eru mættir til æfinga. Það er ljóst að Ten Hag mun ekki leyfa mönnum að taka því rólega í svo mikið sem eina sekúndu en hann hefur sett ýmis boð og bönn á leikmenn. Eftir að hafa fengið að leika nokkuð lausum hala undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick þá þurfa leikmenn nú að sýna gríðarlegan aga utan vallar sem innan. Áfengi verður bannað þær vikur sem liðið á leik sem þýðir að áfengi er í raun bannað frá upphafi tímabils og þangað til því lýkur. Leikmenn verða vigtaðir reglulega og sektaðir ef þeir eru ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Þá mega leikmenn ekki vera með einkakokka lengur en ætlast er til að þeir borði þann mat sem félagið undirbýr fyrir þá. Bruno Fernandes has welcomed Erik ten Tag s strict new regime at Manchester United after admitting a crack down on discipline was long overdue #mufc https://t.co/yN1g5n8oPx— James Ducker (@TelegraphDucker) July 20, 2022 „Ég held þetta hafi vantað í dágóða stund. Fyrir mér þarf aga bæði innan vallar sem utan. Ekki vera seinn á fundi, ekki vera seinn í mat. ég held þetta sé mjög mikilvægt fyrir liðið, fyrir mér er mikilvægt að mæta á réttum tíma svo ég sé engin vandamál hvað það varðar,“ sagði Bruno Fernandes um nýtt regluverk félagsins. Leikmenn hafa verið varaðir við því að leka upplýsingum úr klefanum en það var vandamál á síðustu leiktíð. Félagið er sem stendur að undirbúa komandi tímabil, eftir stuttan tíma í Tælandi var farið til Ástralíu. Hafa leikmenn liðsins þurft að taka armbeygjur ef eitthvað mislukkast á æfingum og þá var MUTV - sjónvarpsstöð félagsins - bannað að taka leikmenn upp á leikmynd Nágranna en sápuóperan fræga kemur frá Ástralíu. „Þetta hefur verið auðvelt því það vita allir hvað hann vill og hvaða kröfur hann setur á leikmenn. Hugmyndir hans eru skýrar og reglurnar einnig. Við verðum að gera það sem þjálfarinn vill, hann vill það besta fyrir liðið og það sem er best fyrir liðið er best fyrir mig,“ bætti Bruno við. Manchester United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og unnið alla þrjá leiki sína. Stuðningsfólk liðsins ætti þó að vita að það gefur ekki alltaf góð fyrirheit en Louis van Gaal vann alla sína æfingaleiki eftir að hafa tekið við stjórn liðsins til þess eins að tapa fyrir Swansea City í fyrsta leik. Man United hefur tímabilið þann 8. ágúst næstkomandi þegar Brighton & Hove Albion kemur í heimsókn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46 Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Man United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu að njóta sín ágætlega, allavega þeir sem eru mættir til æfinga. Það er ljóst að Ten Hag mun ekki leyfa mönnum að taka því rólega í svo mikið sem eina sekúndu en hann hefur sett ýmis boð og bönn á leikmenn. Eftir að hafa fengið að leika nokkuð lausum hala undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick þá þurfa leikmenn nú að sýna gríðarlegan aga utan vallar sem innan. Áfengi verður bannað þær vikur sem liðið á leik sem þýðir að áfengi er í raun bannað frá upphafi tímabils og þangað til því lýkur. Leikmenn verða vigtaðir reglulega og sektaðir ef þeir eru ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Þá mega leikmenn ekki vera með einkakokka lengur en ætlast er til að þeir borði þann mat sem félagið undirbýr fyrir þá. Bruno Fernandes has welcomed Erik ten Tag s strict new regime at Manchester United after admitting a crack down on discipline was long overdue #mufc https://t.co/yN1g5n8oPx— James Ducker (@TelegraphDucker) July 20, 2022 „Ég held þetta hafi vantað í dágóða stund. Fyrir mér þarf aga bæði innan vallar sem utan. Ekki vera seinn á fundi, ekki vera seinn í mat. ég held þetta sé mjög mikilvægt fyrir liðið, fyrir mér er mikilvægt að mæta á réttum tíma svo ég sé engin vandamál hvað það varðar,“ sagði Bruno Fernandes um nýtt regluverk félagsins. Leikmenn hafa verið varaðir við því að leka upplýsingum úr klefanum en það var vandamál á síðustu leiktíð. Félagið er sem stendur að undirbúa komandi tímabil, eftir stuttan tíma í Tælandi var farið til Ástralíu. Hafa leikmenn liðsins þurft að taka armbeygjur ef eitthvað mislukkast á æfingum og þá var MUTV - sjónvarpsstöð félagsins - bannað að taka leikmenn upp á leikmynd Nágranna en sápuóperan fræga kemur frá Ástralíu. „Þetta hefur verið auðvelt því það vita allir hvað hann vill og hvaða kröfur hann setur á leikmenn. Hugmyndir hans eru skýrar og reglurnar einnig. Við verðum að gera það sem þjálfarinn vill, hann vill það besta fyrir liðið og það sem er best fyrir liðið er best fyrir mig,“ bætti Bruno við. Manchester United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og unnið alla þrjá leiki sína. Stuðningsfólk liðsins ætti þó að vita að það gefur ekki alltaf góð fyrirheit en Louis van Gaal vann alla sína æfingaleiki eftir að hafa tekið við stjórn liðsins til þess eins að tapa fyrir Swansea City í fyrsta leik. Man United hefur tímabilið þann 8. ágúst næstkomandi þegar Brighton & Hove Albion kemur í heimsókn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46 Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04
Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26
Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46
Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01