Fjölmiðlafulltrúi hans greindi fá þessu en bætti við að einkennin væru lítil.
Karine Jean-Pierre er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Hún segir Biden hafa greinst í morgun en tók einnig fram að hann sé fullbólusettur og fengið örvunaskammt tvisvar.
Biden hafi að auki byrjað strax að taka Paxlovid lyfið, sem er nýtt Covid-lyf. Hann muni einangra sig í Hvíta húsinu en halda áfram að gegna skyldum sínum „að fullu“.