„Alveg hræðilegur“ leiðréttingarbúnaður Apple Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 21:00 Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple virkar oft ekki sem skyldi, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Rúnar Vilberg Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple fyrir íslensku er hörmulegur og með ólíkindum að einhver hafi fengið borgað fyrir að hanna hann, að mati hugbúnaðarhönnuðar. Fyrirtækið virðist ekki nota neinar tölfræðiupplýsingar sem til eru um íslenskan texta, þrátt fyrir vitneskju um þær. Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur. Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Við þekkjum það flest sem notum iphone að síminn tekur stundum fram fyrir hendurnar á okkur í rituðum samskiptum. „Ég er kominn“ getur til dæmis orðið „ég er kíminn“ eða, það sem verra er, „ég er liminn“. Og í meðfylgjandi frétt sjáum við fleiri dæmi, sem margir kannast eflaust við. Kona verður að Kína, konan að Krónan, borða að virða og morgun að þörfum. Allt orð sem skrifuð eru rétt - en sjálfvirki leiðréttingarbúnaðurinn ákveður að hljóti að vera röng. Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar segir hugbúnaðar- og máltæknifólk á Íslandi furða sig á því hversu lélegur búnaður Apple er. „Hann er alveg sérstaklega vondur og það er eins og hann sé ekki byggður á neinni tölfræði um íslenskan texta, sem er skrýtið því slík gögn eru alveg til og þau eru ókeypis og þau eru fyrirliggjandi. Og Apple veit reyndar alveg af því.“ Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar.Vísir/arnar Yfirleitt sé svona sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður einmitt byggður á tölfræði sem safnað er úr stórum textum og búnaðurinn noti til að spá fyrir um næsta orð í orðaröð eða rétta stafsetningu. En ekki Apple. „Þessar útskiptingar sem þessi hugbúnaður stingur upp á eru oft bara furðulegar, eins og fólk þekkir,“ segir Vilhjálmur. Vonar að Apple heyri af óánægjunni Vilhjálmur var í íslenskri sendinefnd sem fundaði með tæknirisunum Apple, Microsoft, Amazon og Facebook vestanhafs í maí síðastliðnum um framtíð íslenskunnar. Fundurinn gefi tilefni til bjartsýni. „Þau vilja hafa jákvæða stefnu á þessu sviði og vilja styðja við minni tungumál heimsins og vilja leita til hvers tungumálasvæðis fyrir sig um aðstoð og það er það sem við höfum verið að bjóða.“ En ertu bjartsýnn á að Apple rífi sig í gang, bæti þennan búnað? „Ég vona að þau heyri af þessari óánægju. Það er eiginlega með ólíkindum að þau hafi borgað einhverjum peninga til að skrifa þennan leiðréttingarhugbúnað eins og hann er. Því hann er alveg hræðilegur,“ segir Vilhjálmur.
Apple Tækni Íslenska á tækniöld Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent