Andri Lucas frá Real Madrid í fyrsta sinn til Svíþjóðar Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 10:49 Andri Lucas Guðjohnsen er kominn í búning Norrköping. ifknorrkoping.se Landsliðsframherjinn ungi Andri Lucas Guðjohnsen er genginn til liðs við sænska knattspyrnufélagið Norrköping og Ari Freyr Skúlason heldur þar með áfram að bjóða samlanda sína velkomna til félagsins. Andri Lucas, sem er tvítugur, kemur til Norrköping frá Real Madrid en hann hefur búið á Spáni stærstan hluta ævinnar og æfði fyrst með Barcelona, þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Andri kom til Real Madrid árið 2018 og var leikmaður varaliðs félagsins en er nú mættur í sænska boltann eins og eldri bróðir hans, Sveinn Aron, sem leikur með Elfsborg. „Ég hef aldrei spilað, eða yfirhöfuð dvalið, í Svíþjóð áður. Ég hlakka til að byrja og spila fyrir framan stuðningsmennina hérna,“ sagði Andri á heimasíðu Norrköping. Sænska félagið birti skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum þar sem Ari Freyr Skúlason sést draga íslenska fánann að húni, rétt eins og þegar Arnór Sigurðsson sneri aftur til félagsins fyrr í sumar, og bjóða samlanda sína velkomna. Þeir Arnór og Andri eru saman í íslenska landsliðinu en Ari hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Välkommen till IFK Norrköping, Andri Lucas Gudjohnsen! #ifknorrköping pic.twitter.com/HrI86HGKT8— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022 Norrköping hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum. Næsti leikur liðsins er gegn IFK Gautaborg á mánudaginn. Norrköping situr í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Andri Lucas, sem er tvítugur, kemur til Norrköping frá Real Madrid en hann hefur búið á Spáni stærstan hluta ævinnar og æfði fyrst með Barcelona, þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Andri kom til Real Madrid árið 2018 og var leikmaður varaliðs félagsins en er nú mættur í sænska boltann eins og eldri bróðir hans, Sveinn Aron, sem leikur með Elfsborg. „Ég hef aldrei spilað, eða yfirhöfuð dvalið, í Svíþjóð áður. Ég hlakka til að byrja og spila fyrir framan stuðningsmennina hérna,“ sagði Andri á heimasíðu Norrköping. Sænska félagið birti skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum þar sem Ari Freyr Skúlason sést draga íslenska fánann að húni, rétt eins og þegar Arnór Sigurðsson sneri aftur til félagsins fyrr í sumar, og bjóða samlanda sína velkomna. Þeir Arnór og Andri eru saman í íslenska landsliðinu en Ari hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Välkommen till IFK Norrköping, Andri Lucas Gudjohnsen! #ifknorrköping pic.twitter.com/HrI86HGKT8— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 22, 2022 Norrköping hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum. Næsti leikur liðsins er gegn IFK Gautaborg á mánudaginn. Norrköping situr í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira