Sjúkrahúsið á Akureyri sett á óvissustig Telma Tómasson skrifar 22. júlí 2022 13:34 Sjúkrahúsið á Akureyri hefur þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarleyfum vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Sjúkrahúsið á Akureyri var í fréttum fyrr í þessum mánuði vegna gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sem sögðu í yfirlýsingu að öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks væri ógnað með innlögnum fullorðinna sjúklinga á barnadeild, sem gert hefði verið í auknum mæli. Í tilkynningu á vef sjúkrahússins á Akureyri segir að álagið hafi farið vaxandi undanfarnar vikur, sem eigi sér einkum skýringar í fjölgun innlagna og viðvarandi manneklu. Staðan verður endurmetin daglega. Stjórnendur sjúkrahússins hafa kallað inn starfsmenn úr sumarleyfum til að bregðast við mönnunarvandanum í sumar. Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15. júlí 2022 10:32 Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15. júlí 2022 14:53 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Sjúkrahúsið á Akureyri var í fréttum fyrr í þessum mánuði vegna gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sem sögðu í yfirlýsingu að öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks væri ógnað með innlögnum fullorðinna sjúklinga á barnadeild, sem gert hefði verið í auknum mæli. Í tilkynningu á vef sjúkrahússins á Akureyri segir að álagið hafi farið vaxandi undanfarnar vikur, sem eigi sér einkum skýringar í fjölgun innlagna og viðvarandi manneklu. Staðan verður endurmetin daglega. Stjórnendur sjúkrahússins hafa kallað inn starfsmenn úr sumarleyfum til að bregðast við mönnunarvandanum í sumar.
Heilbrigðismál Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15. júlí 2022 10:32 Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15. júlí 2022 14:53 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15. júlí 2022 10:32
Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15. júlí 2022 14:53
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17