Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2022 07:00 Daniele Mannini í leik með Sampdoria á sínum tima. Tullio Puglia/Getty Images Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Beverly Town er lið sem var stofnað í kringum aldamótin á Englandi. Liðið er í 10. deild þar í landi og því ekki beint líklegasti áfangastaður leikmanns sem hefur spilað meira en 200 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A. Formaður félagsins, Mark Smith, var úti með eigin hund er hann hitti annan hundaeiganda. „Hann sagði að hann hefði spilað smá fótbolta hér áður fyrr. Ég sagði honum að ég væri formaður Beverley Town og að hann ætti að kíkja á æfingar þar sem undirbúningstímabilið er farð af stað,“ sagði Smith í spjalli við breska ríkisútvarpið, BBC. WELCOME MANINNI The former Brescia, Napoli and Sampdoria star will wear the sky blue of Beverley Town FC for the upcoming season! Read more below on our official website https://t.co/S2LR3hNnDo pic.twitter.com/Q95ZCm7HBw— Beverley Town FC (@bevtownfc) July 22, 2022 „Ekki datt mér í hug að hann ætti meira en 200 leiki í Serie A,“ bætti Smith við. Mannini hefur ekki spilað síðan hann lék með C-deildarliði Pontedera í janúar 2020. Í kjölfarið flutti hann til Austur-Jórvíkurskíris á Englandi þar sem hann starfar fyrir matvælaframleiðanda. Þó hann hafi ekki spilað í rúm tvö og hálft ár þá má ætla að hann geti staðið í mönnum í 10. deildinni á Englandi eftir að hafa spilað gegn mönnum á borð við Ronaldinho, Francesco Totti og Zlatan Ibrahimović +a ferli sínum. „Ég get ekki hrósað honum nóg. Hugarfar og vinnusemi hafa verið til fyrirmyndar. Hann getur verið fyrirmynd fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Dave Ricardo, þjálfari Beverly Town, um nýjasta leikmann liðsins. Beverley Town hefur leiktíðina 2022-2023 á útileik gegn Ollerton þann 6. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira