„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júlí 2022 22:36 Erla Sigurðardóttir, íbúi í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn, segir að fólk gráti sig í svefn eftir ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Stöð 2 Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. „Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Bara ömurlegt, maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa,“ segir Erla Sigurðardóttir. Erla hefur átt hjólhýsi í byggðinni í 37 ár. Hún segir að mikil eftirsjá verði eftir hýsinu og því sem byggt hefur verið í kringum það. „Og missa allt góða fólkið, maður á góðan félagsskap hérna. Búin að eiga það í öll þessi ár.“ Erla sér ekki fyrir sér að koma upp sams konar aðstöðu á öðrum stað. „Ég er orðin svo gömul, ég er að verða áttræð í febrúar. Ég geri það ekki, ég hætti bara. Það hlýtur að vera svolítil eftirsjá í því? „Alveg ömurlegt.“ Fleiri sem átt hafa griðarstað í hjólhýsabyggðinni taka undir sjónarmið Erlu. „Þetta er náttúrulega ömurlegt, hérna höfum haft það gott og haft afdrep. Búið að vera mjög gott að vera hérna,“ segir Agnes Jónsdóttir, íbúi í byggðinni. Málið stendur mörgum afar nærri, en eftir ákvörðun Bláskógabyggðar þarf fólk að vera farið fyrir næstu áramót. „Það er náttúrulega fólk búið að vera hér allt upp í fjörutíu ár. Hérna er fólk enn þá hér og það er bara grátandi yfir þessu,“ segir Agnes. Fólk á svæðinu er margt ósátt við sveitarstjórnina og telur hana ekki hafa sýnt vilja til viðræðna um að halda byggðinni. „Halda okkur hérna í 21 mánuð, með von um það, eða okkur fannst það öllum, að við værum að sigla þessu í land. En nei. Svo kemur þetta núna bara eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Sigríður Kristín Eysteinsdóttir. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir að sveitarstjórn skilji vel að fólk sé ekki sátt með niðurstöðuna. Ákvörðunin hafi þó verið tekin fyrir tveimur árum og nokkrum sinnum verið ítrekuð. „Maður gæti hugsað sem svo að hjólhýsi séu eitthvað sem er auðvelt að fara með og flytja annað. Auðvitað eru margir sem hafa byggt miklu meira en þá fjóra fermetra sem heimilt er samkvæmt samningum. Það er auðvitað heilmikið mál að taka það upp og flytja sig eða koma því í verð. Við skiljum það alveg að fólk sé ekki alveg svona sátt með þessa niðurstöðu að hún skuli vera svona endanleg,“ segir Ásta. Upp hafa sprottið margar samsæriskenningar um hvað skuli gera við landið eftir að hjólhýsabyggðin er farin á brot. Einhverjir hafa nefnt að landið verði selt undir hótel eða til Bláa lónsins. „Það hafa gengið ótrúlegar sögur og samsæriskenningar um þetta. Ég hef líka heyrt nefnda sorpbrennslustöð að það sé búið að selja landið undir hana. Það á ekki neitt af þessu við nein rök að styðjast. Í raun er það þannig að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvað verður gert við landið,“ segir Ásta. Ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en það verður búið að rýma svæðið. „Það er búið að vera miklar samsæriskenningar og kynda undir óánægju á netinu með því sem maður getur kallað netníð. Það er bara miður en við vonum að þetta bara leysist farsællega og það verði allir sáttir þegar þar að kemur.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent