Íslenskur úrslitaleikur á 167 liða alþjóðlegu móti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:31 Stjarnan vann Gothia Cup síðast þegar mótið var haldið, árið 2019, í flokki 15 ára drengja. Í liðinu voru til að mynda Adolf Daði Birgisson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Eggert Aron Guðmundsson sem allir leika með Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Gothia Cup Íslensk lið gera það gott á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð, en um er að ræða stærsta unglingamót heims í fótbolta. Þriðja flokks lið Stjörnunnar og Víkings munu mætast í úrslitum í U16 ára flokki í kvöld. Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu. Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Fjölmörg íslensk félög sendu lið á mótið sem er haldið í fyrsta sinn frá árinu 2019 vegna kórónuveirufaraldursins. Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir R., Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. sendu öll lið til að keppa í aldurflokknum 13 til 16 ára í bæði karla- og kvennaflokki. Alls fóru yfir 1.200 íslenskir leikmenn, þjálfarar og fararstjórar á mótið og gert er ráð fyrir að yfir 2.000 Íslendingar hafi mætt á mótið ef foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru taldir með. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem lét sjá sig á mótinu en sonur hans er á meðal keppenda. Íslensku liðin eru þó ekki aðeins mætt til að taka þátt. Einar Guðnason, fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi, bendir á það á Twitter-síðu sinni að Víkingur og Stjarnan muni eigast við úrslitaleik U16 móts karla í Gautaborg. Liðin eru því best í þessum flokki af þeim 167 liðum sem skráð voru til leiks. Stjarnan fagnaði sigri á mótinu í flokknum síðast þegar það var haldið, en þá voru núverandi meistaraflokksleikmenn á vvið Adolf Daða Birgisson, Ísak Andra Sigurgeirsson og Eggert Aron Guðmundsson allir í liðinu. Af 167 liðum í 16 ára liðum drengja á Gothiacup eru Víkingur og Stjarnan að fara að spila úrslitaleikinn— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 23, 2022 Stjarnan getur því varið titil sinn þegar liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld en hvernig sem fer er ljóst að íslenskt lið mun taka bikarinn heim að móti loknu.
Íþróttir barna Íslendingar erlendis Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02 Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 16. júní 2022 11:02
Forsetinn segir Íslendingana óvana hitanum á Gothia Cup Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Svíþjóðar þar sem knattspyrnumótið Gothia Cup fer fram. Duncan, sonur forsetans, er meðal keppenda á mótinu en alls fóru um 2000 íslensk ungmenni á mótið. 21. júlí 2022 12:00