Þetta var i fyrsta skipti í sögunni sem keppt var í kvennaflokki á þessu virta móti, en Sherrock hafði betur gegn hinni Hollensku Aileen de Graaf í úrslitum, 6-3.
Þetta var einnig í fyrsta skipti sem kvennamót á vegum PDC er sjónvarpað.
Með sigrinum vann Sherrock sér inn rúmlega eina og hálfa milljón króna. Sigurinn gefur henni einnig þátttökurétt á Grand Slam of Darts sem fram fer í nóvember.
„Ég held að ég sé að verða vön þessu, að skrifa söguna,“ sagði Sherrock í léttum tón eftir sigurinn.
„Þetta er frábær tilfinning og klárlega stærsti titillinn sem ég hef unnið á ævinni. Ég hef alltaf haft trú á mér og ég get sagt að pressan á mér hafi verið þess virði. Nú get ég sagst hafa unnið pressuna.“