Innlent

Hug­­myndir Björns „full­kom­­lega ó­­raun­hæfar“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd.
Oddný er nefndarmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd. vísir/vilhelm

Þing­maður Sam­fylkingarinnar segir hug­myndir formanns stjórnar Land­spítala um að fækka starfs­fólki spítalans á stuðnings­sviðum í hag­ræðingar­skyni full­kom­lega ó­raun­hæfar. Stuðnings­fólkið létti undir með hjúkrunar­fræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar.

Björn Zoëga, for­maður nýrrar stjórnar Land­spítala, sagði í gær að til greina kæmi að fækka starfs­mönnum spítalans í hag­ræðingar­skyni. Stöðum á svo­kölluðum stuðnings­sviðum yrði þá fækkað, sem vinna ekki beint með sjúk­lingum.

Þessar hug­myndir falla illa í kramið hjá Sam­fylkingunni.

Björn Zoëga var skipaður formaður nýrrar stjórnar Landspítalans af heilbrigðisráðherra fyrr á þessu ári.Karolinska

„Ég held að væntingar um það að það sé hægt að halda kostnaði niðri við rekstur Land­spítala með því að segja upp starfs­fólki og halda uppi sömu þjónustu séu full­kom­lega ó­raun­hæfar,“ segir Odd­ný G. Harðar­dóttir, nefndar­maður Sam­fylkingarinnar í vel­ferðar­nefnd.

For­maður Fé­lags lífeinda­fræðinga sagði í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær að spítalinn mætti alls ekki við því að starfs­fólki fækki.

Vinna þeirra sem ynnu ekki með sjúk­lingum væri gríðar­lega mikil­væg fyrir enda­niður­stöðu á með­ferð þeirra.

„Við þurfum að sjá til þess að heil­brigðis­starfs­fólkið okkar haldist í vinnu og það yfir­gefi ekki vett­vang vegna á­lags eins og það hefur verið að gera núna síðustu ár, sér­stak­lega eftir Co­vid-far­aldurinn. Þannig að það að fara að segja upp stuðnings­fólki sem er ráðið til að létta undir með hjúkrunar­fólkinu. Það væri ó­raun­hæft,“ segir Odd­ný.

Hún er sam­mála Birni Zoëga í því að mann­ekla sé helsta vanda­mál spítalans. Á­lagið hafi því verið gríðar­legt á starfs­fólkinu.

„Þess vegna hefur stuðnings­fólkið verið ráðið inn og það getur varla verið fyrsta verk að segja upp því fólki. Fyrsta verk hlýtur að vera að reyna að bregðast við vandanum með því að fjölga hjúkrunar­fræðingum og sjúkra­liðum með öllum ráðum,“ segir Odd­ný.

Stjórn­völd verði að sætta sig við að það muni kosta tals­vert fjár­magn að halda í heil­brigðis­starfs­fólk; bæta þurfi launa­kjör þess og tryggja þeim við­unandi starfs­að­stæður svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×